Afhendingarleiðir
Viðskiptavinir geta valið um að fá heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu eða utan höfuðborgasvæðisins. Ef hröð afgreiðsla þarfnast er hægt að heyra í okkur í síma 587-2020 eða senda okkur tölvupóst á leds@leds.is.
Sækja í Straumhellu 4: 0kr
Viðskiptavinur getur sótt pöntun í Straumhellu 4. Viðskiptavinur mun fá tölvupóst þegar pöntun er tilbúin.
Heimsending á höfuðborgarsvæðinu: 990 kr
keyrt út mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 18:00 - 22:00
Póstsending utan höfuðborgarsvæðis: 1990 kr
Sent með póstinum, venjulega komið eftir 1 - 3 virka daga. Viðskiptavinir fá SMS þegar pöntun er komin.
-------------------------------------------------------------------------------------
Vilji viðskiptavinur hætta við pöntun eftir að hafa staðfest pöntun í vefverslun er best að senda okkur mail (leds@leds.is). Við getum þá bakfært pöntunina og endurgreitt hana að fullu. Við sendum vörur frá okkur daglega og því þarf slík tilkynning að koma sama dag og pöntun berst til Leds.is. Ef pöntun er farin í póst greiðir viðskiptavinur sendingarkostnaðinn kjósi hann að hætta við pöntun. Ekki verður endurgreitt fyrr en varan hefur skilað sér til okkar.
Ef viðskiptavinur vill skila eða skipta vöru þarf að koma henni til okkar óopinni og ónotaðri innan 5 daga frá afhendingu. Við endurgreiðum vöruna að fullu en viðskiptavinur greiðir sendingakostnaðinn ef viðkomandi sendir vöruna til baka.
Ef viðskiptavinur fær ranga vöru afgreidda endurgreiðum við vöruna að fullu ásamt sendingarkostnaði eða sendum viðskiptavini rétta vöru eftir að varan hefur skilað sér til okkar.